Kubbabúðin

Kubbabúðin er með landsins mesta úrval af LEGO® og er umboðsaðili LEGO® á Íslandi.

Starfsfólk okkar eru sérfræðingar þegar kemur að LEGO® og hafa tekið ýmis námskeið til að efla þekkingu sína. Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

LEGO® kubbarnir

LEGO® kubbarnir hafa í 60 ár farið í hæstu alþjóðlegu gæðaprófanir til að uppfylla öryggisstaðla ásamt að tryggja að þeir haldi litum, formi og alltaf sé auðvelt að taka þá í sundur og byggja.

LEGO® er eign sem endist lengi og kubbarnir eru þekktir fyrir að næstu kynslóðir geta leikið sér með þá og endurbyggt heiminn.


Saga LEGO®

LEGO® var stofnað árið 1932 af Ole Kirk Kristiansen og hefur erfst í gegnum kynslóðir og er nú í eigu Kjeld Kirk Kristiansen

Nafnið LEGO® er úr dönsku orðunum „leg godt“ sem þýðir leiktu vel. Orðið hefur algjörlega mótað stefnu þeirra og hvað LEGO® stendur fyrir.

LEGO® kubbarnir eru meðal mest seldu leikfanga í heimi og hafa tvisvar sinnum verið valdir leikföng aldarinnar.